Yfirborðskennd umbúðahyggja... eða lækningar lýta?

Áður en ákveðið sé hvort manneskja vilji leggja upp í "lýtaaðgerð", er vert að spyrja...

...Hvað er lýti?

Samkvæmt huglægri túlkun tíðarandans á skilgreiningu fegurðar, getur eitt eða annað kallast lýti og eitt eða annað kallast fegrandi.
En það er mikilvægt að muna að varanleg skilgreining á fegurð... er í raun ekki til!

Áður fyrr þótti holdamikil og brjóstagóð kona skilgreining fegurðar... á öðrum tíma var siðsamlegur, dömulegur fatnaður og permanent málið... svo ekki sé minnst á viktoríutímabilið, magi aðþrengdur í lífstykki og rass bólstraður með útstæðum kjól var lágmark!
Í ýmsum kúltúrum ganga konur berbrjósta með lafandi brjóst... meðal inúíta þykja stuttar og þéttar kellur með kringluleit andleit, römmuð inn í loðskinnshettu vera sérlega heitar.

Hvað litið er á sem Fegurð veltur algerlega á félagslegu umhverfi, á menningu samfélagsins sem á í hlut. Þessvegna þykir mér persónulega vera afar rangt að konur og karlar finni sig knúin til að breyta lögun og útliti líkama síns, til þess eins að nálgast meir hina "stöðluðu ímynd" fegurðar sem - eins og hver önnur sölusvara - er markaðsett miskunnarlaust af auglýsingaiðnaðinum...

Þessi "virðulegi" iðnaður, sem sér til þess að við höfum alltaf á hreinu hvaða vara sé ný og heit, hvaða tískustraumar séu ríkjandi og hvað sé almennt "hot or not", hvort sem um fólk, þjónustu eða vöru ræðir.
Lífstíll og hugsunarháttur er engu minni auglýsingavara heldur en einstakar vörur einstakra fyrirtækja.
Í sjónvarpi, útvarpi, neti og öðrum vettvangi er predikað beint og óbeint um neysluhyggjuna og hinn vestræna lífstíl. Og auglýsingar eru alltaf víðfeðmara hugtak hvert árið sem líður, alltaf skríða þær dýpra undir húðina okkar, alltaf er erfiðara að koma auga á hvað sé auglýsing og hvað sé í raun verið að auglýsa. Þær sníða sig að hegðun okkar á netinu. Þeim er beint að börnum, svo börnin geti suðað í foreldrum sínum, og hægt sé að "þjálfa" þau upp í að verða hörkuneytendur, ævilangt.

Útlitsdýrkunin er ein af aukaverkunum þessa stanslausa áróðurs sem við höfum verið heilaþvegin af síðustu áratugi, jafnvel árhundruð.

Allt snýst um umbúðirnar, en lítil áhersla er lögð á gæði innihaldsins. Þannig eyða einstaklingar heilum og hálfum æviskeiðum í að "presenta" sig vel: pæla í fatnaði, hárgreiðslu, líkamlegu útliti, framkomu, vinsældum osfrv... en litla áherslu á að rækta garðinn sem er hugur og sjálfsvitund okkar hvers og eins.
Örlítið eins og að hafa litlu garðspilduna sem snýr út að götu í tip-top, gríðarflottu ástandi, en allt í drasli og skít innandyra, sem og í órækt og illgresi í risastóra bakgarðinum!

Afhverju þarf allt að líta eins út til að vera fagurt og flott? Ég vil það ekki! Ég vil það sem er EKTA, það sem kemur innan frá, það sem hefur þýðingu og gildi. Ég álít fjölbreytni og sérstæði vera fegurð... hina sönnu náttúrulegu fullkomnun.

Falleg dúkka án persónuleika og hæfni, eða eðlileg kona, full af persónuleika og lífstilgangi, sem ræktað hefur eigin huga og hæfileika? Hvor yrði vænlegri í makaval... sem móðir... sem vinur eða samstarfsaðili?

KONUR... verið EKTA!

Þið þurfið ekki meik, þið þurfið ekki nýjustu skóna... þið þurfið ekki plasttúttur og uppstoppuð sköp! Þið þurfið ekki að fórna eigin einstakleika fyrir hina "almennt samþykktu" fegurðarímynd!

Kvenleiki ykkar... er MEÐFÆDDUR, þið þurfið ekkiþykjast. Gleymið öllu Disney ruglinu sem  sjónvarpið forritaði í ykkur sem krakka,  safnið gömlu barbídúkkúnum og brennið þær, ásamt fötunum sem eru svo þröng að beinagrindur eiga í vandræðum með að klæðast þeim.

Ef þið viljið ganga í háum hælum, munið að þyngdaraflið vinnur alltaf... og því er alveg sama um tognaðan fót eða viðvarandi bakvandamál fram á háan aldur.

Við erum öll að eldast. Við getum fagnað reynslu og visku eldri ára, eða grátið í móðursýkislegri nostalgíu um glataða æsku...
Æskudýrkunin er ein af áhrifaríkustu uppfinningum auglýsingaiðnaðarins, sem smátt og smátt hefur tröllriðið öllu frá því að henni var fyrst ýjað að fólki, fyrir um 40-50 árum. Þar áður þótti aldur virðingarverður og reynsla hafði jafn mikið eða meira gildi en fegurð og orka ungdómsins.

Ef þú fæðist inn í þennan heim, lítandi út eins og þú ert... hvaða skynsamlegu ástæðu gætir þú haft fyrir að breyta útliti þínu með ýktum aðferðum? Ef þú ferð í ræktina... gerðu það þá vegna þess að það eykur heilsu og hreysti, en ekki bara vegna líkamlegs útlits.

Verum sátt við okkur sjálf... allt annað er óvinnanlegt stríð gegn okkur sjálfum, sem getur eingöngu leitt af sér ástæðulausa sjálfsfyrirlitningu og djúpstæða óánægju.
Tíska og fegurðardýrkun er plága samfélagsins. Fleiri ungar dömur og drengir hafa tekið eigið líf af þessum ástæðum en við viljum vita... hvað er það annað en hryllileg sóun mannslífa, sorgleg og ónauðsynleg þjáning allra sem koma að máli?

Dagurinn sem þú fattar að skoðanir og viðmót annara gagnvart þér... ERU EKKI ÞÚ... er dagurinn sem þú verður frjáls. Losaðu þig við hlekki yfirborðskenndarinnar... hættu að pæla í gjafaumbúðunum... farðu að pæla í innihaldinu.
Þú skilgreinir þig... og þú græðir ekkert á því að óska að þú sért einhver annar. Það besta sem þú hefur, ert þú.


Við viljum ekki gjafir bara til að fá flottan pappír... a.m.k. ekki mörg okkar.


mbl.is Áður fór engin í skapabarmaaðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gaman að skifta sköpum

Ármann Birgisson (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 19:56

2 identicon

Þessi heimska öfgafemínistakelling, Ebba Margrét Magnúsdóttir, sem vill ekki leyfa öðrum konum að eiga sinn eigin líkama, líkti skapabarmaaðgerðum við kvenlegan umskurð í viðtali í sjónvarpinu. Og sagði svo að svona nokkuð væri bannað á meginlandi Evrópu. Þetta er tvennt ólíkt, og hún veit það sjálf. Þess vegna er hún að blekkja almenning.

Kvenlegur umskurður, sem er óásættanlegur afrískur siður, inniber alltaf að snípurinn er skorinn úr píkunni, og að sjálfsögðu bannaður í Evrópu og Ameríku. Um ekkert slíkt er að ræða við skapabarmasnyrtingu. En Ebba er drottnunarsjúk öfgafemínisti og verður að blanda klámvæðingu inn í allt, annars er hún ekki í rónni. Þetta kallast að misnota stöðu sína.

Hér er mitt heilræði til kvenna: Enginn annar/önnur ræður yfir líkama ykkar, sérstaklega ekki þessi Ebba. Þið ráðið yfir ykkar líkama sjálfar. Ef þið viljið fá snyrtingu, þá gerið þið það og þurfið ekki að biðja neinn um leyfi. En farið til viðurkennds lýtalæknis og ekki fara til Ebbu í aðgerð, hún gæti gefið ykkur sýkingu viljandi til að undirstrika femínistaáróður sinn.

Sigurjón (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 19:58

3 Smámynd: Diddi

Hvort sem það er gaman að skipta sköpum (!) eða hitt að kalla svona aðgerðir "kvenlegan umskurð" þá vil ég undirstrika það sem ég var að reyna að benda á:

Þegar fólk er farið að láta "lagfæra" á sér líkamann á mis-umfangsmikinn hátt, misreglulega, allt í nafni "fegurðar" eða fjarlægingar "lýta", þá þykir mér tími á naflaskoðun...

Að fólk setjist niður og velti fyrir sér:
"er þetta nauðsynlegt?" eða "mun þetta standast væntingar?"
ætti að vera gjörsamlega sjálfsagt.

Ég ímynda mér að fátt sé jafn leiðinlegt og að veðsetja eigin kynfæri á skurðarborðinu (þar er ALLTAF risk að láta krukka í sér), ef eftir á kæmi í ljós að það væru stór vonbrigði með útkomuna (sem hefur vissulega gerst). Sumt er ekki afturkræft.

Það er önnur lausn sem kostar minna í bæði peningum og áhættu og gefur mun meira til langs tíma litið:
...komast á sátt við sjálfa(n) sig. Það verður seint metið til fjárs.

PS. ég veit ekkert hver þessi kona er eða að hún sé feministi, því það er málefnið sem ég er að velta fyrir mér:
Hvort fólk hafi rétt á að fara í svona aðgerð eða ekki er spurning sem kemur á eftir stóru spurningunni:
Er í raun EITTHVAÐ vit í svona aðgerðum? Er þetta ekki komið út í bilun fyrir löngu síðan?
Lýtalækningar eru afskaplega grátt svæði í læknavísindunum... að mínu mati eiga þær meira skylt með vogue og hollywood en raunverulegum vísindum. Það er algjörlega huglægt mat hvað sé "hot" og hvað "not".

Diddi, 21.3.2013 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband