Hinn endalausi línudans kaupmáttar og verðbólgu; hluti af leiknum.

Ýmislegt hefur áhrif á kaupmátt fólks...

-Gengi gjaldmiðils; hversu mikill kaupmáttur landsefnahagsins er út á við. Er meira að flæða út heldur en inn?

-Heildamagn lausafjárs í umferð. Þetta er etv það mikilvægasta, t.d. er helsti munurinn á ástandinu í dag og ástandinu  fyrir hrun, sá að lánsfé var auðfengið og fjármögnun bæði stórra, miðlungs og smárra fyrirtækja auðveld, sem og fyrir neytendur.

-Kerfislegur kostnaður og skilvirkni. T.d. Hversu hátt hlutfall af skattfé fer í hinn raunverulega samfélagslega kostnað sem réttlætir tiltekna skatta, s.s. þungaskattur og kolefnisskattur, neyðarskatturinn sem settur var á í Heimaeyjar gosinu (átti að vera tímabundinn, aldrei fjarlægður) og þh. Er lítið að skila sér í lagfæringar vega og markvissa minnkun kolefnisútblásturs?
Fjöldi opinberra starfsmanna, hæstu laun opinberra starfsmanna, skortur skilvirkni í vinnslu hins opinbera osfrv er líka drjúgur biti af kökunni.
Margt bendir til að greiðslur af lánavöxtum geti verið talsvert háar hjá mörgum opinberum stofnunum, jafnvel ríkisstjórninni sjálfri; nánast allar stofnanir/einstaklingar eru knúnar til að taka lán, sem af greiðast vextir. Ríkisstjórnin getur þó ekki lagt neitt að veði nema skattatekjur og opinberar eignir (okkar eignir, þeas), sem mætti þessvegna skoða miklu nánar!


-Skilvirkni rekstrar banka og fjármálastofnana. Launakostnaður starfsmanna og veltukostnaður innan þessara fyrirtækja. Hlutfall ávöxtunar á peningum fjárfesta og arðgreiðslur út úr þessum fyrirtækjum. Vaxtahlutfall hefur bein áhrif á kaupmátt, því eftir því sem kaupmáttur einstaklings/fyrirtækis lækkar, er viðkomandi tilneyddur út í lánareddingar og endurfjármagnanir til að standa undir daglegum rekstri, í hvert sinn aukandi vaxtakostnað.
Það má því segja að með því sem meiri kostnaður er af lánsfé og þeim mun minna sem tekjur viðkomandi duga, þeim mun líklegri sé kaupmáttur viðkomandi til að lækka þeim mun meira; frekar neikvæð snjóboltaáhrif!

-Það sem minnst er talað um, en líklega vegur mest yfir langan tíma; á engum tímapunkti koma peningar inn í hagkerfið án þess að greiða þurfi vexti af þeim. Þetta þýðir að ef að heildarfjármagn í öllu hagkerfinu er 100 þá er heildarskuld af lánsfé 100+allir vextir og lántökukostnaður. Það þarf ekki að vera snillingur í stærðfræði til að skilja að þetta er lítið annað en sætaleikur, þar sem 10 manns byrja að ganga í kringum 9 stóla og þegar tónlistin stoppar, verður alltaf einn útundan (í tilfelli efnahagsins, gjaldþrota.)

Hvað gerist svo þegar einhver verður gjaldþrota (nota bene, í núverandi kerfi er það því miður óhjákvæmilegt)?
Einfalt; hinn raunverulegi kapitall sem settur var að veði fyrir peningaláninu (peningurinn er ekki beint raunverulegur kapitall, heldur frekar ávísun á kapital, eins og leikborðspeningar í rúllettu)... er heimtur inn af bankanum eða lánveitanda.

Í dag, eftir hrun, eiga bankar og fjármálastofnanir margfalt stærra hlutfall af öllum hlutabréfum, fasteignum og öðrum kapital heldur en fyrir hrun, þrátt fyrir (og einmitt vegna þess) að heildarfjármagn í pottinum sé minna.

HVAÐ ÞARF... til að hagkerfið geti gengið eins og smurð vél?
Því má líkja við pípulagnakerfi í margra hæða fjölbýlishúsi; til að allar íbúðir hafi vatn á krönum þarf þrýstingurinn að vera nægur. Ef þrýstingurinn er of mikill er hætt við að eitthvað gefi sig (hrun, anyone?). Ef þrýstingur er of lítill (t.d. vegna þess að einhversstaðar lekur) er bókað mál að einhverjar íbúðir hafa lítið vatnsrennsli eða jafnvel ekkert (þverrandi kaupmáttur; kreppa!).
Þrýstingurinn á hagkerfinu í dag er allt of lágur til að allir hafi nægt "vatn á sínum krönum", því miður. Þá gildir einu hvort að við krefjum nokkra byrgja um að hækka ekki söluverð til smásala, því að þessir byrgjar eru að öllum líkindum fastir í skuldasnjóboltanum eins og flestir.

Bankar og fjármálastofnanir halda á öllum mikilvægust lyklum hagkerfisins, og hafa gert í vel yfir 100-150 ár.
Ef við viljum koma í veg fyrir verðbólgu í eitt skipti fyrir öll, þá þarf að laga "dælurnar" sem halda þrýstingi á kerfinu og tryggja að engar lagnir leki!


mbl.is „Blöskraði“ hækkanir birgja á matvöru“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband