ESB veldið: frjálst bandalag frjálsra þjóða?

Það, að veldisbákn á borð við Evrópusambandið vilji eyða pening í að þagga gagnrýni, ætti ekki að koma neinum á óvart. Í raun er þetta líklega ekki mesta siðleysið sem hefur viðgengist þar á bak við lokaðar dyr, þó svo að þetta ákveðna atriði hafi ratað í fréttir.
Hópar eða einstaklingar sem hafa vald, munu ávallt reyna að viðhalda því, helst auka það. Nóg er af slíkum dæmum í mannkynssögunni og valdaskák síðari ára.

Spurningin er, ætlum við að láta svona fréttir okkur litlu varða, leyfa þeim að sópast undir borð á meðan fjölmiðlar flagga ómerkilegri fréttum sem merkilegum?
Ef þú gerir ráð fyrir að hið fréttnæmasta sé sýnilegast í fjölmiðlum, þá hefur þú leyft þeim að draga hulu fyrir skilningarvit þín. Heimurinn séður í gegnum glugga hefðbundinna fjölmiðla er takmarkaður í besta falli, en hreint út brenglaður í versta falli.

Í meðvituðu lýðræðisríki rökrétt hugsandi einstaklinga, væri þessi tegund frétta á forsíðum og í helstu fréttum sjónvarps.
Í frjálsu samfélagi, myndi fólki blöskra svona ágang á tjáningarfrelsi og lýðræði... og vaða út á götur, harðneitandi að ganga undir þessa nýju alræðisstjórn.

Því þetta er Hin Rétta Mynd Evrópusambandsins, svona fréttir varpa flóðlýsingu á það. Bara enn ein miðstjórnin sem sannfærir þjóðríki um að framselja frelsi og vald áfram til sín, líkt og ýmsar alþjóðastofnanir (World Trade Organization, World Health Organization, World Bank, International Monitary Fund o.fl) og -stórfyrirtæki, sem teygja áhrif sín eins og kolbrabbar um víða veröld. Peningar og völd eru sitthvor hliðin á sömu myntinni...
...og sú mynt er ekki í höndum okkar flestra.

Ef við lifum í þeirri áhyggjuleysisbólu að Hitler, Stalín og ofríki fortíðarinnar geti ÓMÖGULEGA endurtekið sig, þá erum við að bjóða nýja Hitler og nýja Stalín velkomna. Við erum meira að segja búin að leggja á borð fyrir þá og hlekkja okkur sjálfviljug við borðfótinn.

"Segðu mér hvað ég á að gera næst, ó leiðtogi, ó ríkisstjórn, ó Evrópusamband!
Ég er ekki hæf(ur) um að vernda eigið frelsi eða eigin hagsmuni... né þá að hugsa eða ákveða! Plís gerðu það fyrir mig, plís koddu og lagaðu landið mitt:
það er fullt af náttúruauðlindum og möguleikum en ég KANNEKKI-GETEKKI-VILEKKI-NENN'EKKI nýta þær sjálf(ur)! Þú mátt nota allt ef þú kemur og skiptir á bleyjunni minni!"

George Orwell og Aldous Huxley bylta sér í gröfinni, segjandi...
"...við vöruðum ykkur við!"
mbl.is Vill taka á gagnrýni á ESB á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Dittó

G.Helga Ingadóttir, 5.2.2013 kl. 11:41

2 Smámynd: Diddi

Ítarlegri frétt um málið...
http://www.evropuvaktin.is/frettir/27152/

Diddi, 5.2.2013 kl. 11:48

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2013 kl. 12:27

4 identicon

Sæll Diddi, mjög sammála þér, gott að sjá þetta svona.

Gústaf Adolf Skúlason (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 15:08

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Gleymdi að skrá mig inn ....

Gústaf Adolf Skúlason, 5.2.2013 kl. 15:09

6 identicon

"Parliament's institutional communicators must have the ability to monitor public conversation and sentiment on the ground and in real time, to understand 'trending topics' and have the capacity to react quickly, in a targeted and relevant manner, to join in and influence the conversation, for example, by providing facts and figures to deconstructing myths."

http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/eu/9845442/EU-to-set-up-euro-election-troll-patrol-to-tackle-Eurosceptic-surge.html

Þagga niður gagnrýni eða hrekja ranghugmyndir?

Magnús (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 17:20

7 identicon

Það er ljótt af þeim að ætla sér að fara að svara gagnrýni með staðreyndum. Fjöldi fólks hefur lagt á sig ómælda vinnu við að búa til hinar skemmtilegustu þjóðsögur og krassandi hryllingssögur um ESB. Nú verður sú vinna að engu gerð. Svona samviskuleysi verður ekki liðið.

Í meðvituðu lýðræðisríki rökrétt hugsandi einstaklinga, væri ekki til svona frétt. En í okkar frjálsa samfélagi blöskrar fólki svona ágangur á tjáningarfrelsi og sköpunargleði og vaða út á götur bloggheima, harðneitandi að gangast undir það að staðreyndir skipti einhverju máli.

Esbolin (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 15:53

8 Smámynd: Diddi

Kannski fer það eftir því hver leitar staðreynda, hverjar staðreyndirnar séu?
Ýmsar staðreyndir benda til þess að við séum að fara að ganga undir afar takmarkað lýðræði um borð í sökkvandi skipinu sem er ESB, skildum við klára inngönguferilinn.

T.a.m. sú staðreynd að búið er að eyða stjarnfræðilegum upphæðum í að beila út banka og stofnanir ýmissa illa staðinna landa (Grikkland, portúgal, írland, spánn ofl), ætti að vera næg ástæða í sjálfu sér; samevrópskum fjármunum er illa varið, enda þráast við að halda evrunni á floti sama hvað það kosti, sé það atvinnuleysi eða viðvarandi efnahagslegur óstöðugleiki. Mörg aðildarríki eru að íhuga að bjarga sér og sínum og henda út evrunni... sumir af iðnaðarrisunum eru að stórtapa á því að vera með sama gjaldmiðil og önnur aðildarríki, þar sem fjárhagsleg staða eða viðskipti lands innan ESB endurspeglast ekki í gengi gjaldmiðils, eins og venjan er.

En það er fleiri góðar ástæður. Tvö góð dæmi er tilkoma evrunnar, einungis 2 þjóðir héldu þjóðaratkvæðagreiðslu og í þeim löndum var svarið nei. Engu að síður var evran kýld í gegn. Spólum fram til 2009, þar sem Lissabon samningurinn var samþykktur. Lissabon samningurinn er í raun ESB stjórnarskráin sem var hafnað 2005, en í nýjum búning. Írland var eina landið sem hélt þjóðaratkvæðagreiðslu... svarið var nei.
ESB vildi greinilega ekki heyra það, en samþykki var drifið í gegn með þjóðaratkvæðagreiðslu númer 2.
Ekkert annað sambandsríki lagði þetta mál undir fólkið. Evrópskt lýðræði.

Ekki er kosið um forseta Evrópuþingsins, né fjölmarga beurocrata innan þeirrar og annara ESB stofnana. Evrópskt lýðræði.

Þökk sé Lisssabon samningnum, geta lög ESB trompað landslög ríkja, sé það vilji embættismanna ESB... sem er ekki hægt að kjósa um, né kjósa burt af þingi. Meira að segja getur ESB haft áhrif á val fulltrúa ákveðins sambandsríkis... getum þakkað Lissabon samingnum það.

Að ganga undir 100.000 blaðsíðna vegg af beurokratískum lagatæknilegu reglugerðartorfi er líka bara sjálfu sér tóm h****ítis vitleysa. Jafnvel sérfræðingar í lögum þurfa að hafa sig alla við til að klóra sig í gegnum þetta. Heldur þú virkilega að allir þingmenn Evrópuþingsins sem kusu þessar reglur yfir Evrópu hafi lesið þær allar? Heldur þú að þeir hefðu nokkurn tíma til slíks? Amk. var það reynslan með Lissabon saminginn.

Staðreyndir skipta nefnilega talsverðu máli...

Diddi, 8.2.2013 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband