Eitur í matvælum... er það nýtt?

Aldrei fyrr í mannkynssögunni hefur jafn mikið af misjafnlega öruggum og hættulegum efnum endað á einn eða annan hátt í fæðukeðjunni.

Stundum er það óbein umhverfismengun, sbr þungamálma og geislavirk efni sem skolast út í sjó.

Stundum eru það rotvarnarefni, bragðefni eða önnur dæmigerð matariðnaðarefn, skaðsemi þeirra loks uppgötvuð eftir mislangan tíma inn á markaðnum (allt of mörg dæmi um slíkt, frá byrjun iðnaðareldhússins til dagsins í dag)

Stundum - í sífellt meiri mæli - mælist fullhátt innihald meindýra- eða sveppaeiturs í matvælum. Það er í raun óhjákvæmilegt að eitt af tvennu gerist í "pest-control" málum landbúnaðar og garðyrkju:

1) eftir því sem sveppir/pestir verða þolnari gagnvart eitrinu, þarf að nota þeim mun meira, oftar og lengur yfir ræktunartímann.

2) ný efni koma á markað, sem leysa af þau gömlu, oft með ákveðinni óvissu um öryggi efnis yfir lengri tíma og áhrif á neytendur...og að lokum þarf að leysa nýju efnin af á ný.

Þetta er vandamálið sem iðnaðarlandbúnaður nútímans stendur frammi fyrir. Án þess að breyta nálgun okkur algjörlega að fæðuframleiðslu og -dreifingu, er hætt við að tilfellum á borð við þessa eitrun fjölgi.

Fæðuöryggi og auðlindamál munu verða að sífellt umfangsmeira og mikilvægara málefni á næstu misserum, tel litlar líkur á öðru!


mbl.is Eitur í pitsum og lasagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Fyrir mörgum árum var eg um tíma í Boston innan um sjúkt fólk.

 mikill fjöldi ungra Bandarikja manna er með beinkrabba- sem læknar á HÁTÆKNISJUKRAHÚSI fullyrtu að stafaði af skordyraeitri og annari mengun í jarðvegi .

Erla Magna Alexandersdóttir, 8.1.2014 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband