23.5.2013 | 20:45
Splunkunýju föt keisarans
Stjórnmálamenn koma og fara... og þjóðin horfir einblínd á andlits-skiptin sem eiga sér stað á Hinum Reglubundnum Fresti, bíðandi eftir því að leiðtogarnir leiði sig í gegnum eyðimörkina, að fyrirheitna landinu (yfirleitt fyrirheitnu í aðdraganda Hins Reglubundna Frests).
Er það bara ég eða er trúarbragðskeimur af þessu?
Við lepjum upp kjaftæðið...
-Frá flokkum og ríkisstjórnum
-Úr fréttum, sjónvarpi og útvarpi
-Sem bankinn, bensínstöðin og stórmarkaðurinn (ásamt hinum) kalla "góða þjónustu"
...í stuttu máli gleypum við upp það sem hrinur niður á gólfið af veisluborðinu stóra langt, langt fyrir ofan okkur.
Stórrar, róttækrar breytingar er þörf til að þetta samfélag geti með sönnu kallast siðmenntað, mannúðlegt, frjálst og upplýst. Vel þjálfaðar sauðkindur eru nefnilega ekki hugsandi einstaklingar!
Í dag höfum við lítið annað en nýju fötin keisarans.
Í grundvöllinn sami gamli keisarinn en bersýnilegur öllum þeim sem opna augun og þora að segja eins og er:
"Hey, gaurinn er allsber!"
Samfélagið hefur myndað þögult samþykki um að trúa á augljóst kjaftæði. Ef þú trúir því ekki, þá ert ÞÚ sá skrýtni ;)
ÉG einfaldlega VONA... að öll hin "nýju" sem sest eru á stól í
"Alþingi (R) Reglur í stað Frelsis (tm)"
hafi tekið með sér sleggjur, því að í tilfelli okkar VirðuLega þings og stjórnarfyrirkomulags þá er lítið annað sem getur brotið þögnina um keisarafötin.
Þangað til, mun fátt koma frá þingmannastétt og valdateflurum nema gegnhol orð - skurnin af egginu - gjörsneydd allri dýpt, fyllingu og oftast sannleik. Í skoðanaumhverfi valdastéttarinnar er ekkert krassandi krydd eða brakandi ferskt, bara bragðdaufar skoðanir úr endurnýttu hráefni.
Fólkið í ríkisstjórn Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.