Óvenjulega venjulegt.

Verum venjuleg.

Hvað gæti verið að því?

"Venjulegt" er hin sameiginlega ímyndun okkar sem lifum í samfélagi: þetta er samnefnarinn, millivegurinn - samstillt rás þar sem við getum skilið aðra og skilist af öðrum.
En eins og svo margt hefur "hið venjulega" sínar myrku hliðar.

Fólk gerir nefnilega ráð fyrir því að það sé sjálfkrafa gott að vera venjulegur, svo allir keppast eftir því. Fáir stoppa til að spyrja hvort að hið Venjulega samanstandi í raun af skynsamlegri hegðun og endurspegli markmið samfélagsins... ef heildarmarkmið eru almennt til staðar.

Þannig að sú staða getur hæglega komið upp - og ég tel að hún sé uppi nú þegar - að fólk sé einfaldlega að eltast við stefnu fjöldans, því það hljóti jú að vera venjulegt og þarmeð gott. Ef að fjöldinn tilbiður neysluhyggju, gervikennd og kappsama einstaklingshyggju, þá hlýtur það að vera afskaplega eftirsóknarvert... er ekki svo?

Er ekki alltaf sagt að samkeppni sé svo góð? Er það ekki samkeppni sem að samfélagið er byggt á... eða er það misskilningur?

Nei, takið ykkar venjulegheit og hendið þeim út á hafsauga... ég vil ekki sjá þau!
Ég vil gera stóran greinamun á því sem er venjulegt (hegðun og skoðanir fengnar að láni frá fjöldanum) og því sem er eðlilegt (mennskir eiginleikar og þarfir, sem allar manneskjur jarðar deila).
Lög og samfélagsfyrirkomulag ætti að einskorða sig við að vernda og uppfylla grundvallar mannlegar þarfir. Þegar lög fara að vernda langanir eða hagsmuni ákveðinna hópa, er strax komið út á villigötur.

Ætti menning þjóðlífsins svo ekki að búa jarðveginn fyrir raunverulegan samfélagsvöxt - þroska, visku og þróun - mælanlegan á öðrum forsendum en hinum sívinsæla "efnahagsvexti"?

Búið er að ræna mannlífið mennskunni.
Hvar eru lögin og regluverkið sem vernda gegn ÞVÍ?

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband