Diddi

Það er löngu kominn tími til að við, fólkið sem þetta samfélag samanstendur af, riðjumst af varamannabekkjum og gerumst þáttakendur en ekki bara áhorfendur.

Nógu lengi hafa misjafnir [svokallaðir] leiðtogar túlkað hlutverk sitt frjálslega, tekið einkahagsmunastýrðar ákvarðanir fyrir okkar hönd en samtímis firrað sig ábyrgð.

Nógu lengi hefur menntun verið meiri forheimskun en fræðsla, drepandi niður forvitni og sköpunargleði barna, unlinga og fullorðinna líkt og um sjúkdóma væri að ræða, ýtandi í staðinn undir mismunun og hugsunarlausa samkeppni.

Nógu lengi hafa fjármál arðrænt okkur mennskunni; þau verið sett í forgrunninn og öll önnur mál borin saman við þetta "æðsta" viðmið - hinn heilaga "efnahagsvöxt".

Nógu lengi hefur kjaftæði verið hampað sem sannleik, lygum og hálfsannleikum haldið í heiðri og "fréttir" fjallað um takmarkað svið fréttnæmra atburða, yfirleitt frá sjónarhóli hlutdrægninnar.

Skynsemi, sannleikur, reynsla og þekking ættu að vera aðferðafræði okkar, samkennd og mannsæmandi skilyrði til lífs og frelsis ættu að vera grunnurinn sem allt heila klabbið er reist á. ...þar til fólk vaknar til vitundar, held ég áfram að rífa í mig kjaftæðið eins og hungraður hundur ;-D

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Sigurður Ingi Einarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband