Miðstýring, peningar, spilling = 10.000 ára gamall farsi

Ó... eru embættismenn Evrópusambandsins á góðum launum...??
Og hljóta fullt af FRÍÐINDUM?
Slíkt hefur ALDREI heyrst um fólk í valdastöðu... eða misminnir mig?

Þetta er að mínu mati einn helsti vandi miðstjórnar: eftir því sem hún stækkar, þeim mun meira fellur á milli fjalanna, þeim mun minni skilvirkni, fleiri "embættismenn" á hálaunum, meiri sóun, meiri spilling og það sem verst er... meira vald á færri hendur.

"Beurocratism-inn" er sálarlaus maskína sem að rænir sanna pólítík og samfélagsleg tengsl mennskunni! Hvernig féll Rómaveldi? Sovétríkin? Hvaða þróun hefur undanfarið átt sér stað í t.d. Bandaríkjunum... nefni Patriot Act sem dæmi?
Svarið er: miðstýrða valdið... vill sölsa undir sig meira vald, sem leiðir á endanum til falls.

Má í raun ekki líta á miðstýringu sem mislukkaða tilraun? Aftur og aftur má sjá söguna endurtaka sig, enda virðist fólki lífsins ómögulegt að draga nokkurs konar visku eða lærdóm af því sem áður hefur gerst.
"Nei, sko... þetta er NÚTÍMINN, við erum svo Þróuð í dag... fólk var svo fáfrótt og vitlaust í gamla daga"
Æ, nútímahroki... fær mig alltaf til að brosa út í annað en gráta út í hitt.

Málið er, að frá upphafi landbúnaðar hefur sama þemað verið viðvarandi:
1 Misskipting auðs og valds: stéttaskipting.
2 Spilling á æðstu stöðum.
3 Offjölgun fólks og..
4 ...eyðilegging landgæða.
5 Stríð vegna landnæðis/auðlinda.
6 Sjúkdómar og hrörleiki (dyggir fylgifiskar m.a. stríðs!)
7 Landvinningar og... aftur á skref 1.

Með öðrum orðum... við höfum, á síðustu 10.000 árum, verið plága!
Við höfum markvisst grafið undan farsæld komandi kynslóða til að seðja hungur okkar í MEIRA.
Þar er valda/peninga-fíknin etv. sú skaðlegasta, þar sem fátt gerist ef að völd/peningar koma ekki að.

En hvað hefur landbúnaður að gera með ESB? Allt, að sjálfsögðu!
Fólk á það til að gleyma - vegna þess að mörg búum við í þéttbýlum og borgum - að landbúnaður er mikilvægasta undirstaða borgarmenningar, ásamt vatni, orku (nú mest jarðefnaeldsneyti) og efnivið.
Þessvegna hefur LAND alltaf verið stærsta baráttumál fólks í gegnum tíðina, því land táknar allt fernt: mat, vatn, orku og efnivið. Í dag er hlutunum eins háttað en með nokkrum tæknilegum breytingum.

Helsta breytingin er alþjóðamarkaðurinn. Nú er ráðstöfun lands og auðlinda að ALLTOF miklu leyti ákveðið af öflum utan ríkjanna þar sem þessar auðlindir/jarðnæði hvíla. ESB er eitt af þessum öflum, en það sem verra er, þá ver ESB hagsmuni alþjóðamarkaðsafla grimmt.
Og það gera margflestar ríkisstjórnir í dag, því miður, því það er gríðarlegur þrýstingur á þær frá alþjóðlegum fjármálaöflum þessa heims... því, jú þú gast rétt: fjármálaöflin vilja meira vald. Farin að sjá ákveðna endurtekningu?

Ég segi... tökum valdastyttuna og gullkálfinn, brjótum í þúsundir mola og dreifum jafnt á milli okkar. Hættum að nota "efnahagsvöxt" sem hið eina sanna viðmið á velferð og vöxt samfélagsins. Hættum að einblína eingöngu á vandamálin og förum að upphugsa raunhæfar lausnir, rétt eins og líf okkar lægi að veði - því sú er raunin! Stefnum á sjálfbærni og skynsemi í auðlinda-, sjávar- og landnýtingu, áður en við gjörskemmum leikborðið fyrir öllum, núverandi sem og komandi kynslóðum manna og alls lífs.

Því það er meira í húfi en laun. Það er miklu meira í húfi en að viðhalda táknrænum - en úreltum - stofnunum og hampa forræðishyggju sem dyggð, jafnvel kalla hana sjálfstæði... Það er mun meira í húfi en við vitum, því að ekki þekkjum við framtíðina né möguleikana sem þar bíða; við getum bara ímyndað okkur og þó að ímyndunaraflið sé vissulega miklum takmörkum háð, þá er fátt sem gerir okkur mennskari né fátt sem er jafn gríðarleg auðlind!
Úrræðasemin hefur reynst okkur vel síðustu 200 þúsund árin, þó svo að við höfum látið eigið ágæti stíga okkur verulega til höfuðs, síðustu nokkur þúsund.

Líklega er ég álitinn af mörgum útópíanisti og draumóramaður, þeim sem hraðast fella sleggjudóma með hinum ýmsu hugtakastimplum - sem þeir oftar en ekki hafa lítinn raunverulegan skilning á.
"Útópían" (þeas. samfélag raunverulegs frelsis og jafnréttis) getur orðið að veruleika... þegar við trúum því og drullumst til að gera eitthvað af viti í málunum - þau leysa sig ekki sjálf.

Fleiri launaðar nefndir, stærra og umfangsmeira regluverk, ásamt framsali valds frá fjöldanum til hinna fáu... er fáránlega fávitaleg fásinna fáfróðra. Og hananú.
mbl.is Með lægri laun en embættismenn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband